Leiðrétting: Íslandsbanki hf.: Niðurstaða útboðs sértryggðra skuldabréfa
Leiðrétt er magn selda bréfa í ISB CBI 32 sem og magn endurkaupa ISB CBI 26
Íslandsbanki hf. lauk í dag útboði á sértryggðum skuldabréfum. Heildareftirspurn í útboðinu var 6.280 m.kr.
Samþykkt tilboð í óverðtryggða flokkinn ISB CB 31 voru samtals 1.720 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 7,66%. Heildartilboð voru 3.820 m.kr. á bilinu 7,49% til 7,76%. Bankinn gefur einnig út 960 m.kr. í flokknum til eigin nota.
Samþykkt tilboð í verðtryggða flokkinn ISB CBI 32 voru samtals 1.940 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 3,77%. Heildartilboð voru 2.460 m.kr. á bilinu 3,74% til 3,79%.
Í tengslum við útboðið bauðst eigendum flokksins ISB CBI 26 að selja bréf í flokknum gegn kaupum á skuldabréfum í ofangreindu útboði á fyrirframákveðna hreina verðinu 98,94. Bankinn kaupir til baka 1.560 m.kr. að nafnvirði í flokknum.
Stefnt er að töku skuldabréfanna til viðskipta í Nasdaq Iceland þann 28. ágúst 2025.
Umsjónaraðili útboðsins var Verðbréfamiðlun Íslandsbanka.