Arion banki hf.: Niðurstaða skiptiútboðs sértryggðra skuldabréfa
Niðurstaða skiptiútboðs leiðir til þess að Arion banki kaupir 1.400 m.kr. að nafnvirði í flokknum ARION CBI 26.
Í tengslum við útboð Arion banka í gær á sértryggða skuldabréfaflokknum ARION CBI 31 bauðst eigendum flokksins ARION CBI 26 að selja bréf sín á fyrirframákveðna hreina verðinu 97,1122 gegn kaupum í útboðinu.
Niðurstaða skiptiútboðs leiðir til þess að Arion banki kaupir 1.400 m.kr. að nafnvirði í flokknum ARION CBI 26.
Uppgjör endurkaupanna fer fram þann 8. október 2025.
Markaðsviðskipti Arion banka hafa umsjón með útboðinu.