Arion banki: Skilavald Seðlabanka Íslands samþykkir skilaáætlun Arion banka og ákvarðar lágmarkskröfu um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar (MREL)
Börskollen - Aktier, fonder och ekonominyheter
BörskollenFör dig med koll på börsen

Pressmeddelande

Arion banki: Skilavald Seðlabanka Íslands samþykkir skilaáætlun Arion banka og ákvarðar lágmarkskröfu um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar (MREL)

Skilavald Seðlabanka Íslands hefur samþykkt skilaáætlun Arion banka hf.

Með samþykkt skilaáætlunarinnar tók skilavaldið ákvörðun um lágmarkskröfu um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar (MREL), í samræmi við lög um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja, nr. 70/2020, með síðari breytingum. 

MREL-kröfur Arion Banka eru 19,8% af áhættugrunni (e. Total Risk Exposure Amount), og 6,0% af heildaráhættuskuldbindingum (e. Total Exposure Measure). Við lok 2. ársfjórðungs 2025 voru hlutföllin 27,6% (MREL-TREA) og 22,1% (MREL-TEM) hjá bankanum, töluvert umfram kröfur. 

Undirskipaður hluti MREL-krafna bankans jafngildir 13,5% af áhættugrunni. Kröfuna um undirskipan má einungis uppfylla með skuldbindingum sem eru neðar í kröfuröð en þær sem eru undanþegnar eftirgjöf. 

MREL-kröfurnar byggja á fjárhagsupplýsingum við árslok 2024. Kröfurnar taka gildi við dagsetningu tilkynningarinnar. 

Bifogade filer

Arion banki: Skilavald Seðlabanka Íslands samþykkir skilaáætlun Arion banka og ákvarðar lágmarkskröfu um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar (MREL)https://storage.mfn.se/b701680d-105d-4f89-8976-7118ff0c72d5/arion-banki-skilavald-sedlabanka-islands-samthykkir-skilaaaetlun-arion-banka-og-akvardar-lagmarkskrofu-um-eiginfjargrunn-og-haefar-skuldbindingar-mrel.pdf

Nyheter om Arion Banki

Läses av andra just nu

Om aktien Arion Banki

Senaste nytt