Marel: Viðbrögð við bréfi hluthafa - Börskollen
Börskollen - Aktier, fonder och ekonominyheter

Börskollen

För dig med koll på börsen

Pressmeddelande

Marel: Viðbrögð við bréfi hluthafa

Stjórn Marel hefur móttekið bréf frá Teleios Capital Partners LLC (Teleios), sem er í hópi hluthafa félagsins, dagsett 29. nóvember 2023. Til að hámarka virði félagsins metur stjórn Marel með reglubundnum hætti stefnu félagsins, í samstarfi við ráðgjafa sína, með ýtrustu hagsmuni allra hluthafa og annarra hagaðila að leiðarljósi. Sú vinna felur í sér að fylgjast vel með þróun innan þess geira sem félagið starfar í, rekstrarafkomu Marel, og þeim tækifærum sem kunna að felast í frekari samþjöppun (e. consolidation) á markaði. Stjórn Marel fagnar opnu samtali við hluthafa félagsins, þar með talið Teleios. Marel hefur átt fjölmörg samtöl við Teleios frá því að þeir urðu fyrst hluthafar í félaginu, líkt og við aðra hluthafa, og mun halda áfram að eiga í virku samtali við Teleios eins og alla hluthafa félagsins.
 
Samhliða framangreindu mati mun stjórn Marel áfram gæta ýtrustu hagsmuna allra hluthafa og annarra hagaðila og jafnframt gæta að trúnaðarskyldu sinni gagnvart félaginu, eins og einróma ákvörðun stjórnar sem tekin var að vel athuguðu máli, um að hafna óskuldbindandi viljayfirlýsingu JBT sem birtist 24. nóvember 2023, ber með sér. JP Morgan er fjármálaráðgjafi Marel og lagalegir ráðgjafar eru Baker McKenzie (Bandaríkin), BBA/Fjeldco (Ísland), og Osborne Clarke (Holland).

Sé misræmi milli íslenskrar og enskrar útgáfu tilkynningarinnar gildir sú enska.

Fjárfestatengsl
Nánari upplýsingar veita fjárfestatengsl Marel í gegnum netfangið [email protected] og í síma 563 8001.

Bifogade filer

Läses av andra just nu

Senaste nytt